Íslenskt sjávarfang er öflugt fiskvinnslufyrirtæki með um 100 starfsmenn. Vinnsla fyrirtækisins er í Kópavogi , niður við smábátahöfnina yst á Kársnesinu. Fyrirtækið hefur unnið úr 7 – 9 þúsund tonnum af hráefni á ári s.l. ár. Íslenskt sjávarfang hefur verið í viðskiptum við öflugar útgerðir um hráefnisöflun og er líka stór kaupandi á fiskmörkuðum.

Fyritækið hefur sérhæft sig í vinnslu á þorski, ufsa, ýsu og makríl til útflutnings. Megináhersla hefur verið á ferskar afurðir með flugi og skipum, en fyrirtækið er einnig með söltun og frystingu. Gott starfsfólk og samstarf við útgerðir og útflytjendur hefur gert fyritækinu kleift að vaxa mikið og er í dag eitt öflugasta fiskvinnslufyrirtæki landsins.

TOP